Plast Holding, sem er í eigu finnska fjárfestingafélagsins CapMan, hefur ákveðið að hætta við tilboð sitt í norska plastfyrirtækið Polimoon eftir að íslenska félagið Promens hækkaði tilboð sitt í 35 norskar krónur á hlut í gær, segir í tilkynningu til kauphallarinnar í Osló.

Finnska félagið bauð 32,5 norskar krónur á hlut í gær en ákvað að hækka ekki tilboðið í Polimoon og líkurnar hafa því aukist að Promens, dótturfélag Atorku Group, fái að kaupa félagið.