Cargolux er fyrsta flugfélagið sem flýgur eingöngu með vörur sem gengur til liðs við samtökin Airlines for Europe, sem eru stærstu samtök flugfélaga í Evrópu.

Cargolux er staðsett í Luxembourg, og samanstendur flugfloti félagsins eingöngu af Boeing 747 vöruflutningaflugvélum, en til að sinna hagsmunum flugfélaga sem sinna vöruflutningum hefur félagið stofnað sérstakan undirhóp.

Airlines for Europe voru stofnuð í janúar á þessu ári og í samtökunum eru nú þegar flugfélögin Icelandair, Aegean, airBaltic, Air France KLM, easyJet, Finnair, International Airlines Group, Jet2.com, Lufthansa Group, Norwegian, Ryanair, TAP Portugal, Volotea utan Cargolux.

Aðildarflugfélög flytja meira en 550 milljón farþega á hverju ári, og sjá þau um 70% af ferðum álfunnar, með meira 3n 2.700 flugvélar í rekstri og meira en 100 milljarða evra veltu.