Forbes hefur gefið út lista yfir auðugustu einstaklingana árið 2012. Á toppi listans trónir mexíkóski athafnamaðurinn Carlos Slim Helu, þriðja árið í röð. Eignir hans eru metnar um 69 milljarðar dollara. Fast á hæla Carlos Slim Helu fylgir Bill Gates, stofnandi Microsoft hugbúnaðarfyrirtækisins. Eignir hans er nú metnar um 61 milljarðar dollara. Bill Gates vermdi áður efsta sæti listans í fjölda ára. Í þriðja sæti er Warren Buffet, einn frægasti fjárfesti heims.

Mark Zuckerberg, stofnandi netsamfélagsins facebook, er í sautjánda sæti listans og eru eignir hans metnar 17,5 milljarðir bandaríkjadala. Þá hefur höfundur Harry Potter bókanna, JK Rowling, misst sæti sitt á listanum. Athyglisvert er að aðeins fjórar konur eru í hópi þeirra 50 efstu á listanum.

Skemmst er þess að minnast að árið 2008 var Björgólfur Thor Björgólfsson í 307. sæti listans og voru eignir hans þá metnar 3,5 milljarðar.