Carlos Slim var sá aðili meðal ríkustu manna heims sem stóð sig verst á árinu. Eignir hans lækkuðu um 20 milljarða Bandaríkjadala, eða um 2.592 milljarða króna. Eignir hans eru nú metnar á um 52,8 milljarða dala og hafa lækkað um 38% á árinu.

Miklu máli skiptir um miklar verðlækkanir á fyrirtæki hans America Mobil SAB. Verðmæti fyrirtækisins hefur lækkað mikið á árinu eftir að yfirvöld í Mexíkó þvinguðu fyrirtækið til að deila ýmsum kerfum sem fyrirtækið hafði fram að því eitt haft aðgang að. Auk þess hefur versnandi efnahagur í Brasilíu og aukin samkeppni í Mexíkó dregið úr vermæti fyrirtækja Slim.

Carlos Slim er þó ennþá fimmti ríkisti maður í heimi, en hann var í þriðja sæti fyrr á árinu.