Mexíkóski milljarðamæringurinn, Carlos Slim hefur ákveðið að fjárfesta um 250 milljón Bandaríkjadölum í bandaríska blaðinu The New York Times.

Á fréttavef Reuters kemur fram að fjármagnið mun nýtast blaðinu sem er mjög skuldsett og hefur orðrómur verið um mögulegt gjaldþrot útgáfufélags blaðsins.

Slim, sem var næst ríkasti maður heims á síðasta ári að mati Forbes, verður þar með næst stærsti hluthafi félagsins en stærsti hluthafi blaðsins er Ochs-Sulzberger fjölskyldan sem átt hefur meirihluta í blaðinu í yfir 100 ár.

Daglaðarekstur á undir högg að sækja í Bandaríkjunum líkt og annars staðar en rétt fyrir áramót sótti Tribune CO., útgáfufélag Chicago Tribune og Los Angeles Times um greiðslustöðvun en skuldir félagsins nema um 13 milljörðum dala.

Þá sótti Minneapolis Star Tribune um greiðslustöðvun í síðustu viku.