Danska brugghúsið Carlsberg hefur tilkynnt um kaup á meirihluta í grísku ölgerðinni Olympic Brewery, sem er þriðja stærsta brugghús Grikklands. Með kaupunum verður Carlsberg með tæplega þriðjungs markaðshlutdeild í Grikklandi.

Fyrirtækið á nú þegar meirihluta í Mythos brugghúsinu, sem er næststærsta brugghúsið í Grikklandi. Heineken er hins vegar stærsta fyrirtækið á gríska markaðnum og er markaðshlutdeild þess 55%.

"Gríski markaðurinn býður upp á áhugaverða möguleika. Við höfum verið mjög ánægð með frammistöðu Mythos brugghússins frá því að við tókum það yfir," er haft eftir Jörgen Buhl Rasmussen, forstjóra Carlsberg, í fréttatilkynningu. Kaupverðið var ekki gefið upp.