Hagnaður danska brugghússins Carlsberg nam 84 m.DKK á fjórða ársfjórðungi sbr. við tap uppá 56 m.DKK á sama fjórðungi árið 2006. Í Vegvísi Landsbankans segir að spá markaðsaðila hafi hljóðað upp á 26 m.DKK í hagnað og er því afkoman töluvert yfir væntingum. Innri vöxtur Carlsberg mældist 11% á árinu 2007 með aukinni markaðshlutdeild á mikilvægum mörkuðum.

Horfur félagsins Carlsberg spáir vexti í Rússlandi um 5% á árinu 2008 en vöxtur jókst um 16% þar á landi árið 2007 og svipað í gömlu Sovétlýðveldunum. Félagið stefnir á að hagnaður þess aukist um 20% eftir skatta á árinu 2008 þó svo að hærra verð á hrávörum eigi eftir að gera þeim erfiðara fyrir. Carlsberg telur að markaðir séu að nokkru leyti staðnaðir í Vestur-Evrópu en vaxtarmöguleikar miklir í A-Evrópu og Asíu. Kaupin á Scottish & Newcastle sem eru enn á lokastigum eiga eftir að auka sókn þeirra til austurs en samlegðaráhrifa mun ekki gæta fyrr en síðar. Stjórn félagsins hefur lagt fram tillögu um arðgreiðslu uppá 6,00 DKK á hlut sem er það sama og í fyrra og er arðgreiðsluhlutfallið 1%.

Hlutabréf félagsins hafa hækkuðu um rúmt 1% í dag og stóð lokagildi bréfanna í 585 DDK á hlut þegar markaðurinn lokaði.