Carlsberg verður nú fyrsta danska félagið sem skráð er á hlutabréfamarkað til þess að koma á kynjakvóta í stjórn félagsins og er stefnt að því hlutdeild kvenna verði a.m.k. 40%. Jafnframt verður gerð krafa um að að minnsta kosti helmingur stjórnarmanna hafi reynslu af stjórnun stórra alþjóðlegra fyrirtækja. Þá ætlar bruggrisinn einnig að leggja sig fram um að fjölga konum í stjórnunarstöðum innan fyrirtækisins.

Samfara þessu tilkynnti Carlsberg að fjölgaðihefði verið í stjórn félagsins um tvo og að tvær konur bættust inn í stjórnina, þær Donna Cordner sem gegnt hefur stjórnunarstöðum hjá Citigroup, Soociete General og ABN Amro og Elisabeth Fleuriot sem er framkvæmdastjóri fyrir nýmarkaði hjá Kellogg Comapny.