Carlsberg hefur gefið út afkomuviðvörun þar sem bjórdrykkja í Rússlandi er langt undir væntingum en 40% af bjórsölu Carlsberg er í Rússlandi. Til að stemma stigu gegn vaxandi alkahólisma í Rússlandi hafa yfirvöld þrefaldað skatta á bjór.

Stjórnendur Carlsberg gera þó ráð fyrir að til lengri tíma sé Rússland vaxtarmarkaður. Í síðasta mánuði samþykkti Medvedev, forseti Rússlands, lög sem banna sölu bjórs í söluturnum frá árinu 2013 og áfengisauglýsingar.

Bjórsala Carlsberg í Rússlandi dróst saman um 1% á fyrri helmingi ársins og gerir Carlsberg ráð fyrir að samdrátturinn verði einnar stafa tala á árinu. Fyrri spár gerðu ráð fyrir tveggja til fjögurra prósenta vexti. Áætlanir um hagnaðarhlutfall voru því lækkaðar hjá bjórframleiðandanum úr 20% í 5 til 10%. Þetta kemur fram í Financial Times.