Skuldabréfasjóðurinn Carlyle Capital Corporation, hlutdeildarfélag Carlyle Group, fyrirtækis sem fjárfestir í óskráðum hlutabréfum, tilkynnti seinnipartinn í gær að honum hefði ekki tekist að semja við lánadrottna um skuldir sínar.

Sjóðurinn hefur fengið á sig yfir 400 milljónir Bandaríkjdala í veðköll síðustu sjö viðskiptadaga. Samkvæmt tilkynningu sjóðsins eru einu eignirnar í eignasafni hans nú verðbréf með veði í húsnæðislánum og munu lánadrottnar nú ganga að þessum tryggingum.

Greiningaraðilar telja örlög sjóðsins vera merki um að lánsfjárkrísan sé síst í rénum og að vænta megi svipaðra frétta af fleiri stórum skuldsettum sjóðum.

Þetta kemur fram í Morgunkorni Glitnis.