Fjárfestingasjóðurinn Carlyle Group íhugar að gera kauptilboð í samheitalyfjaeiningu þýska lyfjafyrirtækisins Merck, samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar. Actavis og indverska lyfjafyrirtækið Ranbaxy hafa opinberlega lýst yfir áhuga á að kaupa eininguna.

Carlyle er talin vera einn af mörgum fjárfestingasjóðum sem hafa áhuga á að eignast Merck-eininguna. Apax Partners, Bain Capital, Kohlberg Kravis Roberts & Co. og Warburg Pincus eru einnig á meðal hugsanlegar kaupenda.

Samvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er mun ísraelski samheitalyfjarisin Teva einnig gera óformlegt tilboð, sem skila þarf inn á mánudaginn í næstu viku, bandaríska lyfjafyrirtækið Mylan Laboratories hefur einnig verið orðað við félagið.

Sérfræðingar búast við því að fjárfestingasjóðirnir muni ýta upp verðinu, en að ólíklegt sé að sjóðirnir fái að kaupa Merck-eininguna án þess að fara í samstarf við annað lyfjafyrirtæki. Actavis mun ekki ganga til liðs við einn af fjárfestingasjóðunum, segja heimildarmenn Viðskiptablaðsins.

Merck vonast til að fá fjóra til fimm milljarða evra fyrir samheitalyfjaeiningu sína, samkvæmt heimildum Financial Times Deutschland.