Sænski fjárfestingarbankinn Carnegie hefur lækkað um 7,67% það sem af er degi, samkvæmt upplýsingum Euroland.com, en hann er skráður í Kauphöllina í Stokkhólmi.

Landsbankinn tilkynnti í gær að hann hygðist selja 19,8% hlut sinn í bankanum, að því gefnu að ásættanlegt verð fáist fyrir.

Landsbankinn eignaðist hlutabréfin í tengslum við samruna Landsbankans við Burðarás sem tilkynntur var þann 2. ágúst 2005.

"Gengi Carnegie hefur hækkað um 73% frá því Landsbankinn eignaðist hlutinn við samrunann við Burðarás í byrjun ágúst á síðasta ári," segir greiningardeild Glitnis.

Carnegie hefur hækkað um 137,83% á síðustu 52 vikum.