Mark Carney, sitjandi seðlabankastjóri Englandsbanka, mun sitja áfram til ársins 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu frá breska seðlabankanum. Efasemdir höfðu verið uppi um framtí hans hjá bankanum, hann mun að öllum líkindum kveðja starfið í júlímánuði 2019.

Carney segir það mikilvægt að halda vel á spöðunum á meðan landið gengur í gegnum allar þær þrautir sem fylgja útgöngu úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, átti langan fund með seðlabankastjóranum fyrr um daginn, en hún telur hann vera rétta manninn í starfið.

Carney ólst upp í Kanada, nam hagfræði við Harvard og síðar St Peter's College í Oxford. Hann hefur meðal annars starfað fyrir fjárfestingarbankann Goldman Sachs, Kanadíska fjármálaráðuneytið og Seðlabanka Kanada. Hann er með kanadískan, breskan og írskan ríkisborgararétt.