*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Erlent 11. janúar 2017 16:10

Carney: Minni áhætta vegna Brexit

Bankastjóri Englandsbanka segir meiri áhættu á fjármálastöðugleika vera fyrir meginland Evrópu en Bretland.

Ritstjórn
epa

Mark Carney, seðlabankastjóri Englandsbanka (e. Bank of England), segir að að hættan vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sé nú minni, til skemmri tíma, en áður hafi verið talið.

Hins vegar sé hættan meiri fyrir meginland Evrópu að hans mati. Í síðustu viku viðurkenndi aðalhagfræðingur bankans, Andrew Haldane að sumt af þeirri gagnrýni sem fram hafi komið um hagspár bankans um hvað myndi gerast í kjölfar úrsagnar væru réttmætar.

Carney vísaði sér í lagi til hættunnar fyrir fjármálastöðugleika landsins sem gæti skapast. Carney segir að aðgerðir sem að Englandsbanki tók sér fyrir hendur fyrir og í kjölfar atkvæðagreiðslunnar um útgöngu Breta hafi haft jákvæð áhrif.

Þetta sagði seðlabankastjórinn á nefndarfundi með breskum þingmönnum. Hann bætti þó við að áhætta til lengri tíma væri þó talsverð.

Hann lagði einnig áherslu á að Bretar hefðu einhvers konar aðlögunartímabil áður en gengið væri úr sambandinu. Carney sagði að Bretar þyrftu að leggja sérstaka áherslu tryggan aðgang að fjármálamörkuðum í kjölfar útgöngunnar.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is