*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 25. nóvember 2004 16:23

Carnitech að kaupa hluta af þýsku félagi

Ritstjórn

Carnitech a/s dótturfélag Marel hf. hefur undirritað viljayfirlýsingu (Letter of intent) um kaup á hluta af rekstri þýska fyrirtækisins Röscherwerke GmbH. Sá hluti sem um ræðir starfar undir vörumerkinu Geba og framleiðir skurðarvélar fyrir ferskan reyktan lax. Gert er ráð fyrir að sameina rekstur Geba rekstri CP-Food, sem er í eigu Carnitech og framleiðir svipaðar vörur.

Velta þess rekstrar sem keyptur verður er áætlaður um 3 milljónir evra á árinu 2004. Unnið er að áreiðanleikakönnun, en stefnt er að því að Carnitech taki yfir reksturinn fyrir næstu áramót. Velta Marel samstæðunnar var á árinu 2003 108 milljónir evra.