Carnitech a/s dótturfélag Marel hf hefur lokið áreiðanleikakönnun og lokið samningum um kaup á hluta af rekstri þýska fyrirtækisins Röscherwerke GmbH. Sá hluti sem um ræðir starfar undir vörumerkinu Geba og framleiðir skurðarvélar fyrir reyktan lax. Rekstur Geba verður sameinaður rekstri CP-Food, sem er í eigu Carnitech og framleiðir svipaðar vörur. Sameining fyrirtækjanna mun eiga sér stað 31. desember næstkomandi

Velta þess rekstrar sem keyptur verður er áætlaður um 3 milljónir evra á árinu 2004. Kaupverðið er trúnaðarmál. Velta Marel samstæðunnar á árinu 2003 var 108 milljónir evra.