Caruso, sem um árabil var með veitingarekstur í Þingholtsstræti 1, hefur nú flutt starfsemina í Austurstræti 22.

Í tilkynningu frá eigendum Caruso, kemur fram að þeir hafi neyðst til að loka staðnum í Þingholtsstræti „eftir að leigusali hússins tók sér lögregluvald og meinaði eigendum og starfsfólki Caruso aðgang að húsinu."

Nú hafa eigendur Caruso náð samningum um leigu á Austurstræti 22 og stefna þeir að því að opna veitingastaðinn í hádeginu í dag, Þorláksmessu.