Fidel Castro, fyrrverandi einræðisherra á Kúbu, segist við hestaheilsu, þvert á fréttir þar sem Castro var sagður hafa fengið alvarlegt heilablóðfall og væri út úr heiminum.

Læknirinn José Marquina, sem sagður er búa á Spáni og starfa í Flórída, var hafður fyrir fréttunum. Marquina hefur áður sagt S-Ameríska þjóðarleiðtoga alvarlega veika, en fyrr á árinu vöktu ummæli hans um að krabbamein Hugo Chavez hefði borist í lifur venesúelska forsetans.

Til að sanna að ekkert væri að honum heilsufarslega birti Castro nokkrar myndir af sér, þ.á.m. þar sem hann heldur á föstudagsútgáfunni af Granma, dagblaði miðstjórnar kúbanska kommúnistaflokksins.