Stærsti vinnuvélaframleiðandi heims, Caterpillar í Bandaríkjunum, hefur þurft að gíra niður framleiðsluna vegna samdráttar í sölu vinnuvéla á undanförnum mánuðum. Í gær var tilkynnt um uppsagnir á 2.454 starfsmönnum og hefur því 22.000 starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp Bandaríkjunum á liðnum vikum og mánuðum.

Fyrirtækið hefur þó lýst því yfir að flestir þessara starfsmanna eigi möguleika á endurráðningu þegar ástandið lagist.