Bandaríski fjölmiðlarisinn CBS, sem er í eigu Sumner Redstone hefur keypt Cnet Networks fyrir um 1,8 milljarða Bandaríkjadala.

Tilgangur kaupanna er að sögn talmanna CBS að samhæfa frekar fjölmiðlarekstur félagins með afþreyingarefni á netinu en Cnet Networks á og rekur fjölda vefsíðna.

Þar er um að ræða fréttasíður á borð við news.com, leikjamiðlunarsíður, hljóðvarpssíður, niðurhalssíður og margt fleira. Þá á Cnet einnig síðurnar GameSpot.com, TV.com, Chow and Search.com.

Hluthafar Cnet fá 11,5 dali á hvern hlut sem er 45% yfir lokagildi félagsins í gær.