CCP hefur samið við eigendur víxla sem voru á gjalddaga í dag um að fresta greiðslu til 28. október næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu CCP til Kauphallarinnar en á þessum degi í fyrra gaf CCP út víxlaflokk (CCP 090728) fyrir 1.230 milljónir króna.

Víxlarnir eru vaxtalaus eingreiðslubréf, hver víxill er að fjárhæð 10 milljónir króna og áttu víxlarnir að endurgreiðast í dag. Fram kemur í tilkynningunni að eingöngu dagsetning víxlanna breytist en CCP hafi greitt eigendum víxlanna vexti fyrir tímabilið.