*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Innlent 20. nóvember 2015 10:57

CCP gefur út Gunjack

Nýr sýndarveruleikatölvuleikur frá íslenska leikjaframleiðandanum CCP lítur dagsins ljós.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP gefur í dag út tölvuleikinn Gunjack. Leikurinn byggir mjög á sýndarveruleikatækni.

Gunjack kemur út fyrir Samsung Gear VR, eða Virtual Reality, og er skotleikur sem gerist í veröld EVE Online, annars tölvuleiks CCP sem náð hefur gífurlegum vinsældum.

Leikurinn er sérstaklega hannaður fyrir sýndarveruleika og er þessi nýja tækni nýtt að fullu við sköpun umhverfisins og dýptarinnar sem umlykur spilarann.

Framkvæmdastjóri CCP, Hilmar Veigar Pétursson, segir útgáfuna marka tímamót í sögu CCP.

„Sýndarveruleiki mun skipa stóran sess í afþreyingariðnaði framtíðarinnar,“ segir Hilmar. „Með útgáfu Gunjack höfum við nú formlega hafið útgáfustarfsemi okkar á þessu sviði.” 

Gunjack byrjaði sem tilraunaverkefni og leit fyrst dagsins ljós á EVE Fanfest hátíðinni í Reykjavík í mars síðastliðnum undir heitinu Project Nemesis. Ákveðið var að halda áfram með þróun verkefnisins eftir hátíðina.

CCP er framleiðandi tölvuleikjanna EVE Online fyrir PC/Mac og DUST 514 fyrir PlayStation 3. Fyrirtækið er einnig með sýndarveruleikaleikinn EVE: Valkyrie í þróun fyrir Oculus Rift á PC og PlayStation VR á PlayStation 4. 

Stikkorð: CCP Sýndarveruleiki Gunjack EVE Valkyrie
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is