*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 13. janúar 2017 13:09

CCP hlýtur jafnlaunavottun VR

CCP kanna sérstaklega launajafnrétti meðal innlendra og erlendra starfsmanna fyrirtækisins sem sýndi að jafnræði er í launastefnu fyrirtækisins eftir þjóðerni.

Ritstjórn
Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR, Ása M. Ólafsdóttir mannauðsstjóri og Sophie Froment framkvæmdastjóri mannauðssmála hjá CCP og Unnur Guðríður Indriðadóttir, fagstjóri á þróunarsviði VR.
Aðsend mynd

Tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur hlotið Jafnalaunavottun VR. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. „Samhliða vottuninni lét CCP kanna sérstaklega launajafnrétti meðal innlendra og erlendra starfsmanna fyrirtækisins sem sýndi að jafnræði í launastefnu fyrirtækisins náði ekki aðeins yfir kyn heldur einnig þjóðerni starfsfólks. Á starfsstöð CCP á Íslandi starfa 225 manns, bæði karlar og konur, og er um 40% starfsmanna erlendir ríkisborgarar. Það er fyrirtækinu mikilvægt að hljóta Jafnlaunavottun VR og þessa viðurkenningu á starfskjarastefnu fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Ásu M. Ólafsdóttur, mannauðsstjóra hjá CCP, að CCP hafi viljað ganga lengra í greiningu á launamun en hingað til hefur verið gert með Jafnlaunavottuninni. Eftir því sem að hún kemst næst, þá eru þau fyrsta fyrirtækið sem óskar eftir greiningu á launamun íslenskra og erlendra starfsmanna. „Okkur til mikillar ánægju var launajafnrétti einnig staðfest í þeim samanburði.” segir Ása M. Ólafsdóttir, mannauðsstjóri hjá CCP,“ segir Ása.

Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segir ánægjulegt að afhenda CCP Jafnlaunavottun félagsins; “Jafnlaunavottunin felur í sér viðurkenningu á stefnu CCP í Jafnréttismálum. Það er mikilvægt að stór fyrirtæki eins CCP skipi sér framarlega í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Vottun er markviss leið fyrir atvinnurekendur til að uppfylla kröfur jafnlaunastaðals Staðlaráðs Íslands og er auk þess tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til að meta stöðu kynjanna innan eigin veggja með viðurkenndri aðferðafræði og samræmdum viðmiðum.”

Á starfsstöð CCP á Íslandi starfa 225 manns, og er 77% starfsfólks karlmenn og 23% konur. Alls starfa rúmlega 350 manns hjá CCP á starfsstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík, Shanghai, Atlanta, Newcastle og London.

Stikkorð: CCP VR Jafnlaunavottun