Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur samið við stórfyrirtækið Sony Computer Entertainment Inc. um útgáfu á tölvuleiknum DUST 514 fyrir Playstation 3 leikjatölvuna. Talið er að leikurinn komi út snemma næsta sumars og mun þá fylgja í kjölfarið á EVE Online sem nú hefur 360.000 áskrifendur um allan heim. Hingað til hefur CCP aðeins framleitt tölvuleiki fyrir heimilistölvur.

Er þetta með stærri samningum sem CCP hefur gert. Samningurinn felur í sér markaðssetningu á heimsvísu, dreifingu og sölu auk þess sem fyrirtækin muni eiga í tæknilegu samstarfi um þróun leiksins.

Algengur þróunarkostnaður við leik af þessu tagi er á bilinu 1 til 3 milljarðar íslenskra króna.