Tölvuleikjaframleiðandinn CCP og GreenQloud, sem sérhæfir sig í hugbúnaði fyrir tölvuský, hafa gert með sér samning um að nota QStack hugbúnaðinn frá GreenQloud til að sjá um innri upplýsingatækniumhverfi CCP.

Í tilkynningu segir að upplýsingatæknikerfi CCP sé umfangsmikið og spanni fjölda gagnavera í mörgum löndum. CCP noti því QStack til að sameina utanumhald, stýringu og nýtingu á sínum tölvubúnaði í einni lausn.