Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Einu skiptin sem Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, sefur of lítið er þegar hann hefur spilað tölvuleiki of lengi kvöldið áður. Þetta er á m.a. þess sem fram kemur í umfjöllun maíheftis bandaríska tímaritsins Fast Company um Dust 514, tölvuleikinn sem CCP kynnti í Hörpu á dögunum og kemur á markað í sumar.

Hilmar segir í samtali við blaðið ekki hafa miklar áhyggjur af velgengi leiksins og sofa að öðru leyti vel.



Blaðið segir CCP taka nokkra áhættu með því að gefa eigendum PlayStation 3-leikjatölva leikinn. Gangi allar áætlanir upp, þ.e. sölu á varningi í leiknum og aðrar tekjuleiðir, þá megi gera ráð fyrir að Dust ná langt enda hafi Sony selt hvorki fleiri né færri en 62 milljónir leikjatölva og því eftir talsverðu að slægjast. 

Hér má lesa umfjöllun Fast Company
Dust 514
Dust 514