Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP sem hannaði og rekur hinn vinsæla EVE Online tölvuleik hefur tekið upp nýja ofurtölvutækni frá Microsoft.

Frá þessu er greint á vef Samtaka iðnaðarins og vísað í umfjöllum Microsoft í Bandaríkjunum um CCP.

Þar kemur fram að Windows Microsoft HPC Server 2008 gerir fyrirtækinu kleift að hafa eina milljón notenda í EVE Online.

Með áframhaldandi vexti og væntanlegri fjölgun notenda hefur fyrirtækið ákveðið að taka í notkun ofurtölvutæknina, meðal annars til að auka afköst.

„Við erum í raun að tala um að skipta um dekk kappakstursbíls á meðan hann er á ferð, frekar en að bíða eftir viðgerðarstoppi,“ er haft eftir Jon-Carlos Mayes, forstjóri upplýsingatækni CCP.

Metfjöldi þeirra sem geti spilað EVE Online á sama tíma núna sé rúmlega 40 þúsund manns. Markmiðið sé að koma þeirri tölu upp í 100 -200 þúsund hið minnsta.

Sjá nánar á vef SI.