*

þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Innlent 16. júní 2014 13:38

CCP til umfjöllunar í PC Gamer

Heilar 12 blaðsíður fara undir umfjöllun helsta tölvuleikjablaðs í heimi um CCP.

Ritstjórn

Tölvuleikjatímaritið PC Gamer fjallar um íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP og leiki fyrirtækisins í júlíhefti blaðsins. Umfjöllunin er ekki skorin við nögl. Þvert á móti því fjallað er um fyrirtækið og leikina á 12 blaðsíðum. Þar er líka fjallað um Fanfest-ráðstefnu CCP í Hörpu á dögununum.

Leikir CCP sem blaðið fjallar um eru EVE Online, Dust 514 og EVE:Valkyrie. 

Netmiðillinn Leikjafréttir segja að í umfjöllun PC Gamer virðist sérstök áhersla vera lögð á Valkyrie enda er hann á forsíðu blaðsins.

Stikkorð: CCP EVE Online