Enn komast lyfjafyrirtæki í fréttirnar í Bandaríkjunum. Eins og kom fram í fréttum skömmu fyrir jól þá sýndu niðurstöður rannsókna að gigtarlyfið Celebrex sem Pfizer framleiðir tvöfaldar líkurnar á hjartaáfalli. Nýjustu rannsóknir benda nú til að Celebrex sé ekki eins hættulegt og fyrstu rannsóknir gerðu ráð fyrir.

Hlutabréfaverð Pfizer hækkaði um 7,33% í síuðustu viku og endaði í 26,07 dollurum á hlut.

Byggt á Vikufréttum MP fjárfestingabanka.