Miðbæjarhótelum ehf., sem reka fimm hótel í Reykjavík undir nafninu Centerhotels, var í byrjun árs veitt heimild til að leita nauðasamninga við kröfuhafa. Í frumvarpi að nauðasamningunum kemur fram að lánardrottnum verði boðin greiðsla á 20% krafna sinna, þó þannig að lágmarksgreiðsla til hvers þeirra verður 2 milljónir króna. Meðal hótela Centerhotels er Hotel Plaza við Ingólfstorg. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins koma stærstu kröfurnar frá fjórum fasteignafélögum sem leigja hótelinu húsnæði. Samhliða er samið um rétt leigusala til að eignast allt að 34% hlut í félaginu. Dómþing í málinu verður háð í Héraðsdómi Reykjavíkur næsta miðvikudag.