*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 24. mars 2012 09:45

Centerhotels í nauðasamningum

Lánardrottnar fái 20% upp í kröfur sínar.

Ritstjórn

Miðbæjarhótelum ehf., sem reka fimm hótel í Reykjavík undir nafninu Centerhotels, var í byrjun árs veitt heimild til að leita nauðasamninga við kröfuhafa. Í frumvarpi að nauðasamningunum kemur fram að lánardrottnum verði boðin greiðsla á 20% krafna sinna, þó þannig að lágmarksgreiðsla til hvers þeirra verður 2 milljónir króna. Meðal hótela Centerhotels er Hotel Plaza við Ingólfstorg. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins koma stærstu kröfurnar frá fjórum fasteignafélögum sem leigja hótelinu húsnæði. Samhliða er samið um rétt leigusala til að eignast allt að 34% hlut í félaginu. Dómþing í málinu verður háð í Héraðsdómi Reykjavíkur næsta miðvikudag.

Stikkorð: Centerhotels
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is