*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 26. febrúar 2018 15:52

Centerhotels kaupa Hótel Kötlu í Mýrdal

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samrunann og telur engar vísbendingar um að hann hindri samkeppni.

Ritstjórn
Eitt af hótelum S&K er Centerhotel Plaza við Ingólfstorg.

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup S&K eignarhaldsfélags og Höfðabrekku ehf. S&K eignarhaldsfélag er eigandi Centerhotels sem rekur sex hótel í miðborg Reykjavíkur. Höfðabrekka rekur Hótel Kötlu að Höfðabrekku í Mýrdal í Vestur Skaftafellssýslu.

S&K keypti allt hlutafé í Höfðabrekku og tekur því yfir rekstur Hótel Kötlu á Suðurlandi.

Samkeppniseftirlitið taldi að þrátt fyrir að um fyrirtæki í samskonar rekstri hafi verið að ræða starfi þau á sitthvorum markaðnum og að hlutdeild þeirra á þeim  mörkuðum sé undir þeim mörkum að þau geti talist markaðsráðandi. Því sé það niðurstaða eftirlitsins að engar vísbendingar séu um að samruninn komi til með að hindra virka samkeppni.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is