Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup S&K eignarhaldsfélags og Höfðabrekku ehf. S&K eignarhaldsfélag er eigandi Centerhotels sem rekur sex hótel í miðborg Reykjavíkur. Höfðabrekka rekur Hótel Kötlu að Höfðabrekku í Mýrdal í Vestur Skaftafellssýslu.

S&K keypti allt hlutafé í Höfðabrekku og tekur því yfir rekstur Hótel Kötlu á Suðurlandi.

Samkeppniseftirlitið taldi að þrátt fyrir að um fyrirtæki í samskonar rekstri hafi verið að ræða starfi þau á sitthvorum markaðnum og að hlutdeild þeirra á þeim  mörkuðum sé undir þeim mörkum að þau geti talist markaðsráðandi. Því sé það niðurstaða eftirlitsins að engar vísbendingar séu um að samruninn komi til með að hindra virka samkeppni.