Tap Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, nam 16,8 milljónum Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi samkvæmt ársfjórðungsuppgjöri félagsins.

Neikvæð afkoma félagsins skýrist meðal annars af 12,2 milljóna dala tapi vegna framvirkra samninga tengdum svokölluðum LME vörnum. Um 1,4 milljóna dala hagnaðar var vegna skattaávinnings.

Tekjur félagsins námu 40,1 milljón dala.

Sala á þriðja ársfjórðungi nam 279,2 milljónum dala samanborið við 228,7 milljónir á sama tímabili í fyrra. Alls flutti félagið 147.216 tonn af áli á ársfjórðungnum samanborið við 146.245 tonn á þriðja ársfjórðungi 2009.

Tap Century Aluminium á fyrstu níu mánuðum ársins var 5,3 milljónir dala.