Century Aluminum í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum greindi starfsmönnum sínum frá því í gær að hugsanlega yrði verksmiðjunni í Ravenswood lokað.

Hér er um að ræða dótturfélag Century Aluminum Company, móðurfélagi Norðuráls. Tilkynningin miðast við að verksmiðjunni í Ravenswood verði lokað að fullu og það hefjist innan 60 daga. Um leið var viðeigandi yfirvöldum og verkalýðsfélögum gert viðvart. Þessi lokun miðast við að ekki lagist ástandið á álmörkuðum. Gert er ráð fyrir að lokunarferlið hefjist 15. febrúar næstkomandi.

Haft er eftir forstjóra verksmiðjunnar Jim Chapman að ástandið á heimsmörkuðum stýrði þessari ákvörðun en miðað við núverandi heimsmarkaðsverð á áli sé ekki rekstrargrundvöllur fyrir verksmiðjunni.