Bandaríski álframleiðandinn Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, tilkynnti í dag að félagið hefði fengið endurgreidda 79,7 milljónir Bandaríkjadala frá skattayfirvöldum í Bandaríkjunum.

Endurgreiðslan bætist því við 10,1 milljarða dala endurgreiðslu sem félagið fékk endurgreitt í febrúar s.l.

Forsaga málsins er sú að í byrjun febrúar fór Century Aluminum, sem meðal annars er skráð í Kauphöllinni hér á landi, fram á endurgreiðslu vegna ofgreiddra skatta árin 2006 og 2007.

Þá hafði félagið á sama tíma einnig greitt tæpa 80 milljónir dala í skatt vegna framvirka samninga sem runnu út um síðustu áramót. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu breyttust forsendur samninganna og því á félagið rétt á endurgreiðslu.