Kanadíska álfyrirtækið Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls á Grundartanga, hagnaðist um 73,8 milljónir dala á fyrsta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri fyrirtækisins sem birt var í morgun.

Talsverður viðsnúningur hefur orðið á afkomu fyrirtækisins frá sama tímabili á síðasta ári, en þá tapaði fyrirtækið 20 milljónum dala. Sölutekjur fyrirtækisins námu nú 588 milljónum dala á tímabilinu en voru 421 milljón dala í fyrra. Fyrirtækið seldi nú 245 þúsund tonn af áli og jókst framleiðslan um nær 40 þúsund tonn milli ára.

Eignir fyrirtækisins í lok tímabils námu rúmum tveimur milljörðum dala. Skammtímaskuldir námu 315 milljónum dala og langtímaskuldir voru 628 milljónir dala.  Eigið fé fyrirtækisins var því um 1,1 milljarður dala í lok tímabilsins.