*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 10. nóvember 2011 14:56

Century Aluminum tapar tæpum 800 milljónum króna

Forstjóri Century Aluminum segir viðræður um byggingu álversins í Helguvík ganga alltof hægt. Hann býst enn við að álverið rísi.

Ritstjórn
Álver Norðuráls við Helguvík fyrir tveimur árum.
Hörður Kristjánsson

Álfyrirtækið Century Aluminum, sem rekur álver Norðuráls á Grundartanga, tapaði 6,6 milljónum dala á þriðja ársfjórðungi, jafnvirði rétt rúmra 770 milljóna íslenskra króna. Til samanburðar tapaði fyrirtækið 16,8 milljónum dala á sama tíma í fyrra.

Tekjur jukust nokkuð á milli ára. Þær námu 345,6 milljónum dala á fjórðungnum samanborið við 279,2 milljóna dala hagnað á sama tíma í fyrra.

Hagnaður fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins nam 42,4 milljónum dala sem er talsverður viðsnúningur frá 5,3 milljóna króna tapi í fyrra.

Logan Kruger, forstjóri Century Aluminum, sagði á uppgjörsfundi í morgun horfur mjög góðar þrátt fyrir sviptingar í efnahagsmálum. Álframleiðsla á Grundartanga hafi verið sérstaklega góð og afköstin aldrei jafn meiri og nú. Hann hefur þrátt fyrir allt enn trú á að af álversframkvæmdum verði í Helguvík þótt viðræður gangi alltof hægt.