Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls sem er skráð á First North, hagnaðist um 5,1 milljón Bandaríkjadala (615 millj. kr.) á öðrum ársfjórðungi samanborið við 107,1 milljón USD tap á sama tímabili í fyrra. Hafði gengishagnaður af framvirkum samningum tengdum þróun álverðs veruleg áhrif á afkomu félagsins á fjórðungnum.

Tekjur félagsins hækkuðu um 52% á milli ára og námu um 287 milljónum USD. Samanlagður hagnaður félagsins nam 11,5 milljónum USD á fyrri hluta ársins. Gott sjóðstreymi hefur verið af rekstri Century. Handbært fé frá rekstri nam 50,5 milljónum dollara á fjórðungnum og átti félagið 256,3 milljónir dollara í handbæru fé sem jafngildir 31 milljarði króna. Það dugði til að greiða upp allar skammtímaskuldir fyrirtækisins í lok júní og gott betur.