*

miðvikudagur, 22. september 2021
Innlent 30. desember 2015 09:23

Century skráir sig úr íslenskri kauphöll

Móðurfélag Norðuráls skráir sig úr First North markaðnum vegna lítilla viðskipta.

Ritstjórn

Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, óskaði í dag eftir því að skrá hlutabréf sín af First North markaðnum á Kauphöll Íslands, Nasdaq Iceland. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Century sendi á Kauphöllina. 

Ástæðan fyrir afskráningunni er lítil viðskipti á First North markaðnum hér á landi. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að afskráningin verði samþykkt af Kauphöllinni og að af henni verði á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016. Bréf fyrirtækisins verða eftir sem áður skráð á Nasdaq undir kennimerkinu CENX.

Gengi bréfa Century Aluminum hefur lækkað um 80% þar sem af er ári en á sama tíma hefur álverð farið mjög lækkandi á heimsvísu. Viðskiptablaðið greindi frá rekstrarvandræðum Century Aluminum í lok október þar sem fyrirtækinu var spáð miklum erfiðleikum á næsta ári og mögulega gjaldþroti.