Rithöfundurinn Charles Dickens ólst upp við mikla fátækt líkt og skáldsagnapersóna hans Oliver Twist. Í dag eru tekjar af nafni Charles Dickens svo miklar að nirfillinn Ebenezer Scrooge ætti miklu meira en nóg.

Um þessar mundir eru 200 ár frá fæðingu Charles Dickens en sögupersónur hans á borð við Oliwer Twist, Scrooge og Fagin hala inn 280 milljónum punda í Bretlandi á hverju ári. Þetta kemur fram á vef BBC.

Bækur Dickens seljast fyrir um þrjár milljónir punda á ári. Sjónvarpsþættir og kvikmyndir sem byggðar eru á sögum Dickens þéna um 34 milljónir punda og leiksýningar um 64 milljónir punda. Ferðamenn láta svo ekki sitt eftir liggja því söfn og garðar sem byggja á sögum Charles Dickens í Kent, Portsmouth og London hagnast einnig á hinum látna rithöfundi.