Hugo Chavez, forseti Venesúela, segir heimsmarkaðsverð á olíu vera nógu hátt fyrir Venesúela sé olíutunnan metin á 80-90 Bandaríkjadali. Í vikunni sem nú er að hefjast verður haldinn neyðarfundur OPEC-ríkja, þar sem rætt verður um minnkun á framboði olíu til að sporna gegn verðhruni.

Olíutunnan var metin á 150 Bandaríkjadali í júlí en hefur síðan þá hrunið í verði og kostar meira en helmingi minn en það núna. OPEC-ríkin hafa yfirleitt ekki viljað negla niður ákveðna tölu sem þau telja ásættanlegt verð, en nú á slík hugmynd vaxandi fylgis að fagna samkvæmt frétt Reuters.

Chavez segir að haldist olíuverð í 80-90 dölum þá muni ríkisstjórn Venesúela hafa nóg fjármagn til að halda sínum verkefnum gangandi.

Forseti OPEC segir að olíuframleiðsla verði minnkuð um a.m.k. 1 milljón tunna á dag.