Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur með valdi tekið við stjórn tveggja sementsverksmiðja þar í landi. Verksmiðjurnar voru áður í eigu erlendra aðila. Chavez ákvað að taka verksmiðjurnar með valdi eftir að samningar um þjóðnýtingu náðust ekki.

Eftir að samningaviðræður rofnuðu réðst stjórnarher Venesúela inn í verksmiðjurnar og tók yfir. Mexíkóski framleiðandinn Cemex á verksmiðjurnar.

„Þeirra tími er liðinn og nú færast verksmiðjurnar í hendur ríkisins,“ sagði Chavez. „Þetta eru skref í átt að sósíalismanum.“ Chavez sagði venesúelskt sement hefði um langa hríð verið hið dýrasta í heimi vegna þess að framleiðendurnir hafa verið einkareknir.

Erlend fjarskiptafyrirtæki, olíu- og rafmagnsframleiðendur auk stálfyrirtækja hafa þegar orðið þjóðnýtingaráætlun Venesúela að bráð.

Tvö önnur sementsfyrirtæki, Lafarge frá Frakklandi og Holcim frá Sviss náðu samkomulagi um venesúelsk yfirvöld um þjóðnýtingu.