Hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri hefur vakið athygli fyrir starfmannastefnu sína sem og vinnuumhverfi en framkvæmdarstjóri fyrirtækisins segir mikilvægt að starfsumhverfið gefi starfsfólki tækifæri til að koma til dyranna eins og það er klætt. Fyrirtækið hefur unnið með stórum íslenskum fyrirtækjum að þróun stafrænna viðskiptaupplifana sem hjálpar þeim að skapa sér sérstöðu.

Meðal þess sem aðgreinir Kolibri frá öðrum fyrirtækjum er að á sérstökum „check-in fundum“ geta starfsmenn rætt um tilfinningar sínar. Ólafur útskýrir að þar fái starfsmenn fyrirtækisins að segja frá því hvernig þeir eru stemmdir. „Það er ekki endilega þannig að þetta séu langar umræður um tilfinningar fram og til baka, meira þannig að starfsmaður fái tækifæri til að segja frá því ef hann til að mynda stressaður eða stressuð vegna þess að hann er að fara að afhenda íbúðina sína eða ef einhver var að deyja í fjölskyldunni.

Það kannast allir við að taka eftir því að einhver ákveðinn aðili á vinnustaðnum er eitthvað fúll og það veit engin af hverju. Hugmyndin er að við getum tekið tillit til þess að einstaklingurinn sé eitthvað langt niðri þessa dagana. Það er svo oft sem við komum með eitthvað „game-face“ í vinnuna. Hérna hjá Kolibri viljum við að þú komir til dyranna eins og þú ert klæddur,“ segir Ólafur Örn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf-formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð.