General Mills er hætt að nota erfðabreytt hráefni í Cheerios. Neytendur gjalda sífellt meiri varhug við erfðabreyttum matvælum og með þessu vonast fyrirtækið til þess að vinsældir vörunnar aukist. Sumir hafa vísað í rannsóknir þess efnis að það geti beinlínis verið lífsnauðsynlegt fyrir fólk og dýr að neyta erfðabreytta matvara. Þær geti jafnvel valdið umhverfisvandamálum.

General Mills segir aftur á móti að ákvörðunin um að breyta efnisinnihaldinu sé ekki tekin á grundvelli þeirrar gagnrýni sem borist hefur. „Þetta snýst ekki um öryggi. Matvælaeftirlitsstofnanir hvarvetna um heim hafa samþykkt erfðabreytt matvæli um 20 ára skeið,“ segir á vef General Mills.

Fréttavefur Reuters greinir ítarlega frá ákvörðun General Mills.