Chelsea vann enska úrvalsdeildartitillinn um liðna helgi. Því fylgir ekki einungis upphefð og stolt heldur einnig fjárhagslegur ávinningur.

Félagið fékk nefnilega sextán milljónir punda, rúma 3 milljarða króna, fyrir árangur sinn.

Greiðslur minnka síðan um 800 þúsund pund, rúmar 150 milljónir króna, fyrir hvert sæti fyrir neðan meistarana. Portsmouth rekur því peningalestina líka og fær skitnar 150 milljónir.

Til viðbótar við árangurstengdar greiðslur eru einnig fastar greiðslur. Öll liðin 20 fá 14,6 milljónir punda eingreiðslu auk fimm milljóna punda greiðslu fyrir leiki sem sýndir eru beint í sjónvarpi.

Ofan á það fær hvert félag 10,1 milljón punda vegna selds sjónvarpsréttar utan Bretlands og að meðaltali um tvær milljónir punda fyrir stuðningsaðilasamkomulag.

Því fær hvert félag deildarinnar um 32 milljónir punda, 6,1 milljarð króna, óháð frammistöðu.