Kaupsamningurinn er sá nýjasti í röð yfirtekna sem hafa átt sér stað á Ítalíu af hálfu vel efnaðra Kínverja. Yfirtakan veitir ChemChina aðgang að tækni sem gerir þeim kleift að framleiða hágæða dekk og veitir Pirelli að sama skapi betri aðgang að kínverska markaðinum. Pirelli framleiðir meðal annars dekk fyrir Formúlu 1 kappaksturinn. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Hlutabréf í Pirelli hækkuðu um 2,56% í kjölfar fréttarinnar.

ChemChina og China National Tire & Rubber munu kaupa 26,2% hlut í Pirelli sem er í eigu ítalska fjárfestingafélagsins Camfin.

Önnur kaup Kínverja á Ítalíu er meðal annars kaup í rafveitu fyrirtækjunum Terna og Snam og í lúxus snekkjuframleiðandanum Ferretti.