Bandaríski bíllinn Chevrolet Volt verður frumsýndur á Ís­landi í dag en það er Bílabúð Benna sem flytur bílinn inn. Volt er bæði rafmagns­bíll og bensínbíll en bíllinn getur fram­leitt raforku í bens­ínakstri. Samkvæmt kynningu bílsins á hann að komast um 60 km á rafhleðslu en eftir það tekur bensínnotkunin við.

Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, segir í samtali við Viðskiptablaðið að bíllinn henti vel við íslenskar aðstæður. „Fólk getur notað þennan bíl í alla keyrslu innanbæjar og ólíkt öðrum rafbílum er einnig hægt að nota hann í utanbæjarakstur þegar svo ber undir,“ segir Benedikt. Volt var útnefndur Bíll ársins 2011 af bæði Automobile Magazine og fagritinu Motor Trend. Hann hefur jafnframt hlotið sæmdarheitið „Umhverf­isbíll ársins 2011“ hjá tímaritinu Green Car Journal.