Bandaríska olíufyrirtækið Chevron hefur ákveðið að segja upp starfsmönnum sínum á þeim olíusvæðum sem fyrirtækið er með starfsemi í suðurhluta Nígeríu í kjölfar þeirrar ólgu sem þar ríkir. Ákvörðunin er ákveðið áfall fyrir olíumarkaðinn og einnig hinn nýja forseta Nígeríu sem mun taka við völdum síðar í þessum mánuði.

Það er áætlað að olíuframleiðslu í landinu hafi dregist saman um samtals 2,5 milljónir tunna á dag sökum árása herskrárra hópa á olíuvinnslustöðvar.