Chevron tapaði 588 milljónum Bandaríkjadala eða 76 milljörðum króna á árinu sem leið, miðað við hagnað ársins 2014, sem var 3,5 milljarðar Bandaríkjadala eða 455 milljarðar íslenskra króna.

Þetta er í fyrsta sinn í þrettán ár sem fyrirtækið tapar fé á ársgrundvelli. Niðurstaðan kom flestum á óvart, en greiningaraðilar höfðu spáð einhverjum, þótt litlum, hagnaði fyrir fyrirtækið á árinu.

Stærsti tapliður félagsins var sá að hráolíuverðhrunið lækkaði virði eigna félagsins um einhverja 143 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa fyrirtækisins hefur fallið um 1% eða svo frá því að markaðir opnuðu í morgun.