Greiningarfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði fyrir stuttu lánshæfiseinkunn Chicago-borgar í kjölfar niðurstöðu Hæstiréttur Illinois-fylkis sem gerði út um áætlun borgarstjórnarinnar í lífeyrissjóðsmálum fyrir starfsmenn borgarinnar.

Fitch lækkaði lánshæfi borgarinnar um einn flokk, úr BBB plús í BBB mínus á mánudaginn sem er einum flokki frá ruslflokki.

Í yfirlýsingu frá greiningarfyrirtækinu segir að dómsniðurstaðan hafi verið versta mögulega niðurstaða með tilliti til lánshæfis borgarinnar og vilji yfirvöld freista þess að tryggja að borgin falli ekki ruslflokk þurfi þau að birta raunhæfar og hagkvæmar áætlanir í umræddum lífeyrissjóðsmálum.